„Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jörðinni er svo mikil og margslungin að ógjörningur er að telja allt upp.“

Þ.E.

Umsókn

Umsóknum um þátttöku í skógrækt skal skila til Skógræktarinnar á þar til gerð­um eyðublöðum. Umsóknir eru sendar til skógræktarráðgjafa í umdæmi viðkomandi jarðar. Umsóknir eru bundnar við þá einstaklinga sem um sækja. Verði eigendaskipti á jörðum falla umsóknir sem ekki hafa verið afgreiddar úr gildi. Umsóknir sem fengið hafa jákvæða afgreiðslu falla einnig niður liggi undirritaður samn­ingur ekki fyrir innan eins árs frá samþykkt. Skógræktarsamning geta land­eigend­ur/ábúendur á lögbýlum (miðað við núgildandi lög) fengið ef viðunandi skóg­ræktar­skilyrði eru fyrir hendi að mati skógræktarráðgjafa. Lágmarksstærð samnings er að jafnaði 20 hektarar. Sé ábúandi og landeigandi ekki sá sami verður ábúandi að hafa samþykki landeiganda. Ekki er heimilt að gera skóg­ræktarsamninga á löndum í óskiptri sameign tveggja eða fleiri lögbýla. Óski ábúandi ríkis­jarðar eftir samningi um skógrækt, ber honum áður að kynna hugmyndir sínar fyrir jarðaumsýslu fjármála- og efnahags­ráðuneytis­ins. Ein­stak­ling­ar sem hafa áhuga á gerð skógræktarsamnings leita til skógræktar­ráð­gjafa sem veita skulu allar tiltækar upplýsingar, afhenda viðkomandi umsóknareyðublað eða leiðbeina um hvar hægt sé að nálgast það.