Markmið, verkefni, mælikvarðar og nýtt stjórnskipulag eru þau tæki sem beitt verður við að raungera eftirfarandi framtíðarsýn.

Skógrækt er árangursrík, skilvirk og markmiðadrifin. Skógar landsins eru þróttmiklir, heilbrigðir og í þeim vaxa vel aðlagaðar tegundir sem hafa fjölþættan ávinning fyrir land, þjóð og lífríki.

Skógræktin starfar á grundvelli sjálfbærrar þróunar, í þágu samfélagsins og í sátt við verndarsjónarmið og aðra landnotkun. Fjölþættur ávinningur skóga er viðurkenndur til jafns við önnur umhverfismál og aðra landnotkun. Aukin skógrækt er snar þáttur í viðbrögðum Íslendinga við loftslagsbreytingum og annarri náttúruvá.

Skógrækt er efnahagslega, umhverfislega og félagslega sjálfbær. Innlent timbur og aðrar skógarafurðir efla byggð, skapa störf, spara gjaldeyri og draga úr vistsporum innflutnings á timbri.

Stefnumótun Skógræktarinnar fór fram veturinn 2015-2016 og má nálgast hér á vefnum (sjá kafla til hægri) og einnig hlaða niður í heild sinni: