Blágreni og fjallaþinur við Gömlu-Gróðrarstöðina á Akureyri

Hér er birt flokkunarkerfi fyrir jólatré sem Else Møller skógfræðingur hefur íslenskað og unnið út frá evrópskum staðli  frá Christmas Tree Grower Council Europe. Mikilvægt er fyrir bæði ræktendur og seljendur jólatrjáa að hafa aðgang að flokkunarkerfi sem þessu. Slíkt kerfi hefur ekki verið í notkun hérlendis hingað til.

Í flokkunarkerfinu eru trén flokkuð í tvo flokka, A- og B-flokk, eftir gæðum. Tré sem eru lélegri en svo að þau falli í annan hvorn þessara flokka má nýta til að selja af þeim greinar og skreytingarefni.

Trén eru flokkuð eftir hæð lit og formi en einnig er litið til þéttleika þeirra og hvort skemmdir sjást á trjánum.