Skemmtileg tjaldstæði í birkikjarri.

Almennt um skóginn

Skemmtileg tjaldstæði í birkikjarri. Ganga má víða um skógarvegi. Barrtré ríkjandi, rauð- og sitkagreni.

Staðsetning og aðgengi

Selskógur er spilda úr landi Indriðastaða, sunnan við Skorradalsvatn. Ef komið er yfir Dragháls úr Svínadal má fljótt sjá Selskóg í Skorradal á vinstri hönd.

Aðstaða og afþreying

Í skóginum er tjaldsvæði í umsjón Indriðastaða í kjarri vöxnu landi. Allt um kring er ýmist kjarr eða gróðursettur skógur og hægt er að ganga um skóginn eftir þjónustuslóðum er um hann liggja.

Saga skógarins

Skógræktin eignaðist Selskóg árið 1959 og var þar þá gisið birkikjarr. Á næstu áratugum var gróðursett í meirihluta landspildunnar, sem er 44 ha að flatarmáli. Á meðan hefur birkikjarr þést og breiðst út á nærliggjandi svæðum.

Trjárækt í skóginum

Mest var gróðursett af rauðgreni og síðan sitkagreni í Selskógi og hefur sitkagrenið vaxið mun hraðar. Nokkur sala jólatrjáa hefur verið úr skóginum og umtalsverð grisjun er hafin.

Annað áhugavert í skóginum

Sellækur rennur um skóginn og fram hjá tjaldsvæðinu.