Pseudotsuga menziesii

Hæð: Mjög stórt tré, gæti náð a.m.k. 30 m hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með keilulaga krónu

Vaxtarhraði: Getur verið allmikill

Landshluti: Einkum í innsveitum

Sérkröfur: Þarf mjög gott skjól í æsku

Styrkleikar: Fallegt tré, verðmætur viður

Veikleikar: Haustkal, lítil reynsla

Athugasemdir: Degli hefur náð 20 m hæð í Hallormsstaðaskógi og er til í skógum víða um land. Líkt og með evrópulerki er tími þess í almennri skógrækt þó ekki enn kominn. Þetta gæti verið framtíðartré í skógrækt á Íslandi og mögulega leyst lerki af hólmi víða þar sem lerki lætur undan síga vegna hlýnunar. Tegundirnar eru ekki alls óskyldar og degli þrífst væntanlega vel í jarðvegi lerkiskóga