Pinus contorta

Hæð: Stórt tré, ætti að geta náð a.m.k. 30 m hérlendis

Vaxtarlag: Einstofna tré með misbreiða krónu, tvær eða þrjár nálar í knippi

Vaxtarhraði: Lítill í fyrstu en síðan allhraður

Landshluti: Um land allt

Sérkröfur: Passa upp á rótarkerfið, ljóselsk tegund

Styrkleikar: Gott frost- og vindþol, vex sæmilega í rýrum jarðvegi, mikil framleiðni, sjálfsáning, jólatré

Veikleikar: Rótarkerfið nær sér illa ef það hefur einu sinni aflagast og trén verða völt eða sveigð, nálakal, snjóbrot, grófar greinar á mest notaða kvæminu (Skagway) 

Sem jólatré: Stafafura er réttilega ein aðaltegundin í íslenskri skógrækt og er, ásamt rússalerki, ein besta frumherjategundin á rýru landi. Hún hentar vel sem jólatré og heldur barrinu mjög vel. Er fallega græn þar sem hún vex við góð skilyrði. Ilmar vel.

Athugasemdir: Stafafura er réttilega ein aðaltegundin í íslenskri skógrækt og er, ásamt rússalerki, ein besta frumherjategundin á rýru landi