Jónas Sigurðarson, skógarbóndi í Lundarbrekku Bárðardal, segir fjölskylduna hafa haft ómælda ánægju af skógræktarstarfinu. Hann segir augljóst að rússalerki sé sú landgræðsluplanta sem henti í Bárðardal og finnst einsýnt að lítið tjón á lerki af völdum sauðfjár réttlæti ekki kostnað við girðingar.
Timburbyggingar kosta ekki meira en steinsteyptar byggingar og ending þeirra er engu síðri, jafnvel meiri. Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri. Það er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð.
Fáir ef nokkrir bændur í heiminum eru í eins góðri aðstöðu til þess að kolefnisjafna framleiðslu sína því hér á landi er lítið af skógi og mikið land. Þetta segir Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður Landssamtaka skógareigenda í viðtali við Bændablaðið. Í viðtalinu segir hann einnig ljóst að Íslendingar geti ekki mætt kröfum Parísarsamkomulagsins um bindingu kolefnis nema með því að auka skógrækt.
Vel hefur gengið að fella þau jólatré sem sótt eru í þjóðskógana fyrir komandi jólahátíð. Vel hefur verið fært um skógana í snjóleysinu sem verið hefur fram undir þetta. Þótt alltaf sé gróðursett eitthvað til jólatrjáa er framboðið takmarkað í þjóðskógunum, ekki síst á Norðurlandi. Áhugi er fyrir því að gróðursetja meira af fjallaþin en framboð hans úr gróðrarstöðvum er lítið. Opið verður í Selskógi og Haukadalsskógi fyrir fólk sem vill sækja sér tré sjálft og jólamarkaðir verða í Vaglaskógi og á Valgerðarstöðum í Fellum.
Landgræðslan og Umhverfisstofnun standa fyrir hádegisfundi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík á alþjóðlegum degi jarðvegs, miðvikudaginn 5. desember.