Líklegt þykir að lengd og meðalhiti sumars hafi meiri áhrif á stofnstærð ertuyglu hérlendis en vetrarhiti. Í rannsókn sem sagt er frá í nýrri grein í tímaritinu Agricultural and forest Entomology voru áhrif vetrarkulda á ertuyglupúpur skoðuð.
Kristján Jónsson, skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar á Ísafirði, heldur erindi föstudaginn 8. febrúar í Vísindaporti Háskólaseturs á Ísafirði. Þar fjallar hann um sögu skógræktar á Vestfjörðum, hvað var, er og hugsanlega verður.
Um þessar mundir standa yfir tökur á myndefni sem notað verður í fréttaflutningi Krakkafrétta í Sjónvarpinu. Efnið verður einnig notað til að búa til myndband Skógræktarinnar um alþjóðlegan dag skóga 21. mars sem helgaður er skógum og fræðslu þetta árið.
Ólafur Stefán Arnarsson eðlisfræðingur hefur verið ráðinn í nýja stöðu gagnagrunnssérfræðings á Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar. Ólafur starfar á nýrri loftslagsdeild rannsóknasviðs sem tók til starfa um áramótin.
Skógræktin hefur gefið út tvö ný myndbönd þar sem gróðursetning bakkaplantna er sýnd í verki og farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar trjáplöntur eru gróðursettar. Leiðbeinandi í myndbandinu er Bergsveinn Þórsson, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni.