Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir námskeið um mengun, uppsprettur hennar og áhrif þar sem fjallað verður um undirstöðuatriði og meginstefnur í meðhöndlun úrgangs. Námskeiðið er í boði bæði í staðar- og fjarnámi á haustmisseri 2019.
„Áður en víkingarnir settust að á Íslandi var landið klætt skógi en vígamennirnir voru varir um sig og eyddu öllum skóginum. Nú berst þjóðin við að klæða landið skógi á ný. “ Á þessa leið hefst grein sem birtist nýlega á vísindafréttavefnum Phys.org. Þar fjallar franski blaðamaðurinn Jérémie Richard um skógræktarstarf á Íslandi og ræðir við tvo starfsmenn Skógræktarinnar, þá Hrein Óskarsson, sviðstjóra samhæfingarsviðs, og Aðalstein Sigurgeirsson fagmálastjóra.
Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði um sveppi og sveppatínslu laugardaginn 31. ágúst í samvinnu við Iðuna fræðslusetur. Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur og prófessor, kennir og námskeiðið fer fram á Keldnaholti í Reykjavík.
Krosslímdar timbureiningar eru í vaxandi mæli notaðar í stærri sem smærri byggingar vítt og breitt um heiminn.
Áhrif lerkiskógræktar á rýru landbúnaðarlandi og landnám ýmissa plantna, sveppa og dýra í fóstri lerkisins er umfjöllunarefni greinar eftir Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra sem er meðal efnis í fyrra tölublaði Skógræktarritsins sem nýlega kom út. Fjöldi annarra fróðlegra greina er í ritinu.