Forathugun á mögulegri sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur látið hefja forathugun á sameiningu tveggja lykilstofnana í loftslagsmálum, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Með því að sameina fagþekkingu og krafta þessara stofnana verði til öflug stofnun sem sinni ráðgjöf við nýtingu lands og styðji við eflingu allra vistkerfa og landgæða til framtíðar.
03.05.2022