Rannsóknir og aðferðir í skógarvistfræði eru viðfangsefni áhugaverðrar ráðstefnu sem haldin verður í Kórnik í Póllandi dagana 18.-20. maí í vor. Í vinnusmiðjum verður fjallað um svepprótasmit, vefjarækt eða fjölgun plantna í glösum, stofnerfðafræði skógartrjáa og greiningu trjákenndra plöntutegunda.
SNS auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki til að efla samskipti og þekkingarmiðlun milli fólks á Norðurlöndum sem starfar eða stundar nám á sviði skógvísinda. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.
Fagráðstefna skógræktar 2020 verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 18.-19. mars með þátttöku Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Afurða- og markaðsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni undir yfirskriftinni „Grænir sprotar og nýsköpun“. Auglýst er eftir erindum og veggspjöldum á ráðstefnuna.
Dagatal Skógræktarinnar 2020 hefur að geyma fallegar ljósmyndir Brynju Hrafnkelsdóttur og Eddu S. Oddsdóttur af ýmsum smádýrum sem lifa á trjám. Þetta eru ekki eingöngu skaðvaldar á trjám heldur einnig smádýr sem gera trjánum gott með því að halda skaðvöldum niðri. Dagatalið er nú fáanlegt á starfstöðvum Skógræktarinnar.
Skortur er á traustum gögnum fyrir áreiðanlegt losunarbókhald skóga sem ræktaðir eru á framræstu landi. Mikilvægt er að þróa betur bindi- og losunarstuðla. Þetta kemur fram í yfirlitsgrein íslenskra vísindamanna í tímaritinu Biosciences sem sagt er frá í nýútkomnu tölublaði Bændablaðsins.