Vorið 2021 býður Vinnuverndarskóli Íslands breitt úrval námskeiða á sviði vinnuverndar. Þetta verða bæði opin fjarnámskeið sem nemendur geta hafið hvenær sem er og ástundað á eigin hraða sem og námskeið með vinnustofu sem bjóða upp á að dýpka skilninginn með lifandi umræðum og endurgjöf leiðbeinanda.
Í myndbandi frá samtökunum One Tree Planted er útskýrt á einfaldan og skýran hátt hvað átt er við með nýskógrækt. Í allrastystu máli er þetta skógrækt á skóglausu landi. Þarna er nýskógrækt skipt í þrjá meginflokka eftir meðferð skógarins, skóg sem ætlað er að endurnýjast náttúrlega, nytjaskóg og loks landbúnaðarskóg sem styður við aðra ræktun. Samtökin One Tree Planet fjármagna nú nytjaskógræktarverkefni í Breiðdal og hafa áhuga á fleiri verkefnum hérlendis.
Í batanum eftir kórónuveirufaraldurinn gefst okkur tækifæri til að breyta um stefnu og leiða mannkynið á braut sem er ekki í mótsögn við náttúruna. Þetta segir aðalritari Sameinuðu þjóðanna og hvetur til aukinnar áherslu alls mannkyns á vernd líffjölbreytni og stóraukinna aðgerða í loftslagsmálum. Hann segir að náttúran sjálf búi yfir lausnum á aðkallandi vandamálum heimsins.
Afríski þróunarbankinn hefur tryggt 6,5 milljarða Bandaríkjadollara næstu fimm árin sem renna munu í eitt stærsta umhverfisverkefni Afríku, græna múrinn mikla sem verið er að rækta yfir þvera álfuna sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Talað er um múrinn sem gróandi veraldarundur og að hann verði stærsta lifandi fyrirbæri jarðarinnar.
Tálguleiðbeinandinn er yfirskrift námskeiðsraðar sem Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir í samvinnu við Skógræktina. Að námskeiðunum loknum eiga þátttakendur að geta sett upp og leiðbeint á lengri og skemmri námskeiðum og kynningum á tálgun og ferskum viðarnytjum fyrir ólíka aldurshópa og við ólíkar aðstæður úti og inni.