Stefnt er að því að kynna Skógarkolefnisreikni í nýjum búningi á Loftslagsdeginum sem fram fer í Hörpu í Reykjavík fjórða maí. Dagskrá Loftslagsdagsins er fjölbreytt og sérstakur gestur verður Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu. Arnór Snorrason, deildarstjóri loftslagsdeildar hjá Skógræktinni, tekur þátt í umfjöllun og umræðum um losun Íslands 1990-2050.
Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, auglýsir eftir háskólanema í verkefnið „Nákvæmni mælinga með drónamyndum á áhrifum á íslensk gróðurvistkerfi“.
Nýtt verkefni Pokasjóðs sem unnið er í samvinnu við Skógræktina og Landgræðsluna og kallast Nýmörk, felur í sér að gróðursettar verða um 200.000 trjáplöntur á ári næstu fimm árin eða alls um ein milljón plantna. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Stafafura er stórvaxin trjátegund sem ætti að geta náð að minnsta kosti þrjátíu metra hæð hérlendis. Tegundin hefur ýmsa kosti sem henta sérlega vel fyrir nýskógrækt á Íslandi. Hún auðgar rýrt land og býr í haginn fyrir næstu kynslóðir trjáa en gefur líka verðmæti í formi viðarafurða.
Aaron Shearer, nýráðinn skógræktarráðgjafi Skógræktarinnar sem starfar á Vesturlandi, leiðbeinir um mat á ástandi trjáa og mögulegum hættumerkjum á námskeiði sem haldið verður í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi fjórða maí. Skráningu lýkur 30. apríl.