Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga fimmtudaginn 21. mars koma börn úr Ártúnsskóla í Reykjavík fram í Krakkafréttum Sjónvarpsins þrjú kvöld í röð. Útikennsla í skógi hefur verið snar þáttur í skólastarfi Ártúnsskóla um árabil.
Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á skógarauðlindasviði Skógræktarinnar að undanförnu. Jón Auðunn Bogason hefur verið skipaður skógarvörður á Vesturlandi en forveri hans, Valdimar Reynisson, fer til starfa sem skógræktarráðgjafi með aðsetur á Hvanneyri. Benjamín Örn Davíðsson, sem undanfarin ár hefur verið aðstoðarskógarvörður á Vöglum, hefur tekið að sér verkefni við samræmingu áætlanagerðar fyrir skógarbændur.
Fyrrverandi yfirdýralæknir hefur bent á þá hættu sem stafað getur af nýrri reglugerð um áburð sem meðal annars felur í sér frjálst flæði lífræns áburðar innan Evrópska efnahagssvæðisins. Talað er um hættu á innflutningi á búfjársjúkdómum og plöntusjúkdómum í garðyrkju og skógrækt.
Skjólbelti eru ekki aðeins til skjóls. Þau fóstra fjölbreytilegt vistkerfi plantna, örvera, smádýra og fugla. Þessi fjölbreytni leiðir til aukinnar grósku og bújörð sem er auðug að skjólbeltum er líka auðug að næringarefnum sem nýtast við ræktun nytjaplantna og búpenings.
Krossnefur hefur líklega orpið í desember í barrskógum Fljótsdalshéraði og komið upp ungum því þrír stálpaðir ungar sáust um helgina ásamt foreldrum sínum í skóginum á Höfða þar sem Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri gefur fuglum á veturna.