Þrír nýir skógræktarráðgjafar eru nú komnir að fullu til starfa hjá Skógræktinni og sömuleiðis þrír verkefnisstjórar. Auglýst var eftir fólki í þessar stöður á vordögum.
Íslensk skógarúttekt var til umfjöllunar í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins laugardaginn 25. júní og þar var rætt við Björn Traustason, sérfræðing á rannsóknasviði Skógræktarinnar, sem er meðal þeirra sem nú fara um landið á vegum stofnunarinnar til úttektar á mæliflötum í skógum. Björn segir að kolefnisbinding í skógunum hafi aukist mikið undanfarin ár.
Sænski gróðursetningarverktakinn William Kristiansson sem starfar fyrir Gone West setti í síðustu viku nýtt Íslandsmet í gróðursetningu trjáplantna þegar hann setti niður 17.732 birkiplöntur í Hekluskóga á einum sólarhring.
„Staðvinnustofur þátttakenda í Loftslagsvænum landbúnaði“ voru haldnar á dögunum, bæði í Engihlíð í Vopnafirði og Butru í Fljótshlíð. Þátttakendur á Norður- og Austurlandi, ásamt ráðunautum RML, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, komu saman í Engihlíð og skiptust þar á skoðunum, ásamt því að bændur á bænum greindu frá sínu mikla starfi í landbúnaði, landgræðslu og skógrækt.
Niðurstöður rannsóknar sem kynnt er í grein í vísindaritinu Frontiers in Plant Science gætu nýst til að spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á þróun og framtíð plöntutegunda sem einangrast hafa á jaðarsvæðum, til dæmis hátt til fjalla.