Heggur er blómstrandi tré af rósaætt og náskyldur kirsuberjatrjám. Í raun má segja að heggur sé beinlínis kirsuberjatré enda ættkvíslarheitið það sama. Gallinn við kirsuberin á heggnum er þó sá að aldinið utan á fræhylkinu eða steininum er mjög lítið. Því eru þessi ber ekki þægileg undir tönn. Þau eru raunar líka beiskari en þau kirsuber sem vinsælust eru til átu enda hefur heggur ekki verið kynbættur með bragðgæði berjanna í huga.
Tegund þessi er sumargrænt lauftré með óvenjulega hæfni til að þrífast í blautum jarðvegi með kyrrstæðu vatni. Þetta segir Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, í ritgerð um svartelri sem kom út í 36. tölublaði Rits Mógilsár árið 2018 með titlinum Vanmetið fenjatré. Þar kemur fram að svartelri vaxi í votlendi við fljót og með fram ám og lækjum um mestalla Evrópu, frá Skandinavíu til Miðjarðarhafslanda og austur um Litlu-Asíu til Írans en líka á stöku stað í dölum Atlasfjalla í Norður-Afríku, Marokkó, Túnis og Alsír. Vert sé að huga betur að ræktun tegundarinnar hérlendis.
Blágreni á uppruna sinn í vestanverðri Norður-Ameríku og er helst að finna í hlíðum hárra fjalla. Blágreni telst ekki meðal stórvöxnustu grenitegunda en er stórt engu að síður og nær örugglega 25 metra hæð hérlendis. Þetta er snoturt tré og þótt það sé heldur hægvaxta fyrir timburframleiðslu og þyki oft helst til krónumjótt sem jólatré er það gott garðtré sem getur verið til mikillar prýði í görðum, á almenningssvæðum í þéttbýli og innan um aðrar tegundir í skógum.
Árið 2020 mældist álmur í Múlakoti í Fljótshlíð 20,54 metrar á hæð. Þar með bættist hann í flokk þeirra trjátegunda sem náð hafa tuttugu metra hæð hérlendis. Þær eru nú tíu og nefnast í stafrófsröð alaskaösp, álmur, blágreni, degli, evrópulerki, fjallaþinur, rauðgreni, rússalerki, sitkagreni og stafafura. Fáeinar tegundir í viðbót nálgast tuttugu metra markið, skógarfura, hengibirki, gráelri, blæelri og askur. Álmur er trjátegund sem mætti gefa meiri gaum hérlendis, til dæmis sem götutré, enda vindþolinn og þolir einnig vel salt og loftmengun.
Aaron Shearer, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, leiðbeinir á námskeiði um áhættumat trjáa sem haldið verður í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi 21. september. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vinna við trjáklippingar, ráðgjöf, framkvæmdir í og við græn svæði og önnur störf tengd umhirðu trjágróðurs.