Fimm sjálfboðaliðar frá portúgölsku æskulýðssamtökunum Agora Aveiro unnu að skógræktarverkefnum hér á landi dagana 20. til 30. apríl í samstarfi við sjálfboðasamtökin SEEDS, Skógræktina og með stuðningi evrópsku áætlunarinnar Erasmus+.
Fyrsta árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sýna fimmtudaginn 11. maí ýmis verkefni sín sem tengjast birki á einn eða annan hátt á sýningu sem þau kalla „Birkiverk“. Sýningin verður í húsakynnum Skógræktarfélags Kópavogs í Guðmundarlundi.
Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög verður haldið á Vöglum í Fnjóskadal 30. maí til 1. júní. Það er öllum opið og hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga.
Skógræktarfélag Ísfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa að námskeiði um gerð náttúrustíga 19.-20. maí þar sem farið verður yfir grunnþætti í gerð náttúrustíga, m.a. notkun verkfæra, grjótvinnu (þrep), þrep í skóglendi og afrennsli stíga.
Skógræktin tók þátt í Loftslagsdegi Umhverfisstofnunar sem fram fór í Hörpu í Reykjavík fjórða maí, bæði með erindi og umræðum um loftslagsmál og kolefnisbindingu og einnig með kynningarbás þar sem Skógarkolefnisreiknir var kynntur. Gestir sýndu reikninum mikinn áhuga.