Stefna stjórnvalda er að Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040 og hefur metnaðarfull aðgerðaráætlun í þeim efnum verið sett fram. Mikilvægast er að draga sem mest við getum úr losun og binda það sem uppá vantar með ýmsum aðgerðum. Þar kemur skógrækt sterk inn, því ýmsar rannsóknir sýna fram á að kolefnisbinding með skógrækt gefur mjög góða raun. Skógrækt á Íslandi „tikkar“ einnig í mörg box í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, en þeim er ætlað að vera ákveðið leiðarljós aðildarríka að bættum heimi.
Skógarbændur og skóg­ræktar­félög um allt land hafa lengi boðið upp á íslensk, nýhöggvin jólatré á aðventunni. Ræktun jólatrjáa hefur gengið einna best í bland við hefðbundna skógrækt og bætir afkomu skógarbænda talsvert. Líklegt er að fyrir þessi jól verði hlutdeild íslenskra trjáa um 20% af heildarsölunni að mati
Landsvirkjun er með í smíðum göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá rétt fyrir ofan Þjófafoss sem tengir saman sveitarfélögin Skeiða- og Gnúpverjahrepp annars vegar og hins vegar Rangárþing ytra. Límtré úr íslensku greni er notað í burðarvirki og gólf brúarinnar og hún er því fyrsta meiri háttar mannvirkið sem gert verður úr alíslensku límtré. Þegar smíðinni lýkur verður þessum sveitarfélögum afhent brúin til eignar.
Tæplega fjörutíu rúmmetrum af kurli úr íslensku lerki var skipað út í gær í ferjuna Norrænu þegar hún lá við bryggju í Seyðisfjarðarhöfn. Kurlið verður notað á gólf í reiðhöll í Færeyjum. Þetta er í fjórða sinn sem Skógræktin sendir kurl til Færeyja.
Götur í öllum hverfum fá grænna yfirbragð og meiri gróður, græn svæði og almenningsgarðar verða fegraðir, ásýnd borgarinnar verður blómlegri og skógrækt aukin með gróðursetningu Loftslagsskóga Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og fimm ára áætlun 2020-2025 sem hvort tveggja var samþykkt í borgarstjórn í vikunni. Ræktun Loftslagsskóga Reykjavíkur er þegar hafin og þar er áætlað að bindist 7 tonn af koltvísýringi á hverju ári að meðaltali næstu hálfa öldina.