Huga þarf að uppgræðslu á meira en einni milljón hektara lands á Íslandi og til greina kemur að stöðva að fé sé rekið til sumarbeitar á vissum afréttarsvæðum enda nóg af grasgefnu landi í byggð sem nýta má til beitar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Árna Bragason landgræðslustjóra í Morgunblaðinu í dag.
Í dag, 10. maí, hafa Evrópumenn notað allar þær auðlindir álfunnar sem ná að endurnýja sig sjálfar á einu ári. Það sem eftir lifir ársins göngum við á auðlindirnar og rýrum þar með framtíðarhorfur afkomenda okkar.
Um 400 þúsund plöntur verða gróðursettar hjá skógarbændum á Vesturlandi í sumar og um 200 þúsund á Vestfjörðum. Starfsfólk Skógræktarinnar tók á móti sendingu af plöntum í dreifingarstöðinni á Kleppjárnsreykjum í gær.
Í gær var tekið á móti á Hallormsstað stærstu sendingu sem gróðrarstöðin Sólskógar hefur sent frá sér í einni ferð. Alls voru þetta um 218.000 plöntur, lerki og stafafura sem að mestu fara í lönd skógarbænda eystra.
Hönnuðir hjá fyrirtækinu Límtré-Vírneti sem vinna að tilraunum með framleiðslu byggingareininga úr íslensku timbri sjá fyrir sér að hægt verði að hefja blómlegan timburiðnað á Íslandi á næstu árum og áratugum. Fjallað var um timburháhýsi og íslenskt límtré í Samfélaginu á Rás 1 í síðustu viku.