Frumniðurstöður rannsóknar bandaríska vistfræðingsins Dennis A Riege benda ekki til þess að trjátegundir sem notaðar eru í nytjaskógrækt á Íslandi séu ágengar. Þær dreifa sér hægt út fyrir skógræktarsvæði og einkum á rofið land en ná sér ekki á strik þar sem gróður er þéttur. Dennis segir íslenska birkið mun duglegra að dreifa sér en stafafura geti mögulega hjálpað birkinu að nema ný lönd með skjólinu sem hún veitir og jarðvegsbætandi eiginleikum.
Auðvitað er enginn áhugi fyrir því að skógrækt skaði fuglastofna eða annað í lífríkinu. Auðvitað ekki! Auðvitað tökum við hjá Skógræktinni tillit til umhverfis- og verndarþátta þegar við skipuleggjum skógrækt. Auðvitað! Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri skrifar grein í Morgunblaðið í dag og svarar rangfærslum sem tveir kunnir náttúrufræðingar settu fram á Líffræðiráðstefnunni 2019 sem haldin var nýverið.
Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir að huga þörfi að mörgu við skipulagningu skógræktar. Nú sé unnið að fyrstu landsáætlun í skógrækt til næstu tíu ára. Þar verði fjallað um allt sem tengist skógrækt og áhrifum skóga.
Nýskógrækt eða ræktun skóga á skóglausu landi hefur lengi verið viðurkennd aðferð til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda með bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að gera Ísland kolefnishlutlaust árið 2040.
Youtube-stjarnan Mr Beast hefur ásamt fleiri „jútjúberum“ hrundið af stað átaksverkefninu Team Trees sem hyggst safna fyrir gróðursetningu 20 milljóna trjáplantna áður en árið er liðið. Fyrir hvern Bandaríkjadollara sem gefinn er í verkefnið er gróðursett eitt tré og á fyrstu tveimur sólarhringunum söfnuðust rúmar fimm milljónir dollara.