Bæklingur Skógræktarinnar um Vaglaskóg hefur verið endurnýjaður með nýju og endurbættu gönguleiðakorti af skóginum. Fimm stikaðar gönguleiðir eru í skóginum og einnig liggur um hann endilangan reiðleið, um fjögurra kílómetra löng. Í bæklingnum nýja má meðal annars lesa um gömlu bogabrúna og plöntutegund sem hvergi vex annars staðar á landinu, engjakambjurt.
Samráðsfundir bænda með fulltrúum Skógræktarinnar fóru nýverið fram með skógargöngu í skógum bænda í öllum landshlutum. Fundirnir tókust afar vel og sköpuðust frjóar og gagnlegar umræður.
Skógræktin hefur gefið út skemmtilegan leik sem fjölskyldan getur spreytt sig á í skógum landsins í sumar. Leikurinn kallast skógarbingó og snýst um að finna ýmis fyrirbrigði í skóginum og haka við líkt og á bingóspjaldi.
Líkt og fyrri ár óskar Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, eftir upplýsingum frá landsmönnum um heilsufar skóganna í landinu. Mikilvægast er að fá fregnir af óværu sem vart verður við á trjánum. Slíkar upplýsingar hafa reynst afar vel undanfarin ár til að fylgjast með þróun skaðvalda á trjám.
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti 1. mars 2019 að næsti áratugur skyldi helgaður endurhæfingu vistkerfa á jörðinni. Markmiðið er að koma í veg fyrir og stöðva hnignun vistkerfa og stuðla að uppbyggingu þeirra á ný. Mikilvægur hluti af því starfi er að fræða jarðarbúa um heilbrigð vistkerfi og endurhæfingu vistkerfa og sjá til þess að ákvarðanir hjá bæði hinu opinbera og hjá sjálfstæðum fyrirtækjum og félögum sé tekið tillit til heilbrigði vistkerfa þegar stefna er mótuð og ákvarðanir teknar.