Við Beiná í Haukadalsskógi. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Við Beiná í Haukadalsskógi. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Björn Bjarndal Jónsson skógfræðingur kennir á námskeiði á vegum Garðyrkjuskólans á Reykjum/FSU sem fram fer á Kluftum í Hrunamannahreppi 9. september. Þátttakendur verða upplýstir um helstu aðalatriði sem horfa þarf til þegar ráðist er í landgræðslu og skógrækt svo góður árangur náist.

Auglýsing fyrir námskeiðiðÍ kynningu segir að námskeiði þessu sé ætlað að upplýsa þátttakendur um helstu þætti sem mikilvægt er að horfa til frá byrjun þegar farið
er í landgræðslu og/eða skógrækt og hversu mikilvægur sá undirbúningur sé til að tryggja góðan árangur til framtíðar. Að auki muni þátttakendur fá gott yfirlit yfir þau áhöld og tæki sem þurfa að vera til staðar í upphafi framkvæmda.

Leiðbeinandi verður Björn Bjarndal Jónsson skógfræðingur og námskeiðið fer fram 9. september frá kl. 10-16.30 á Kluftum í Hrunamannahreppi. Námskeiðsgjald er 8.900 krónur og innifalið í verði er kennsla, hádegisverður og kaffi. Skráning fer fram með tölvupósti í netfangið gardyrkjuskolinn@fsu.is.

Texti: Pétur Halldórsson