Á Þórsmörk og víðar hefur Skógræktin notað margvíslegar aðferðir til að fella göngustíga vel inn í l…
Á Þórsmörk og víðar hefur Skógræktin notað margvíslegar aðferðir til að fella göngustíga vel inn í landið, verjast vind- og vatnsrofi og bæta aðstöðu ferðafólks. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Skógræktarfélag Ísfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa að námskeiði um gerð náttúrustíga 19.-20. maí. Þar verður farið yfir grunnþætti í gerð náttúrustíga, m.a. notkun verkfæra, grjótvinnu (þrep), þrep í skóglendi og afrennsli stíga.

Mikilvægi náttúrstíga hefur aukist með fjölgun ferðmanna, þar sem hún getur komið í veg fyrir skemmdir og rof af völdum göngufólks og er aðferðafræði hennar notuð bæði af Skógræktinni og Umhverfisstofnun. Kunnátta í gerð náttúrustíga gæti boðið upp á nokkra atvinnumöguleika, þar sem fyrir liggja óunnin verkefni sem fengið hafa styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Námskeiðið er verklegt undir stjórn Kjartans Bollasonar umhverfisfræðings, sem kennt hefur stígagerð frá árinu 2005. Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku og eru öll velkomin sem gaman hafa af útivinnu.

Frekari upplýsingar má fá hjá Jóhanni Birki 898 3772, Andreu 456-5066 eða Hjörleifi í síma 832 9191.

Kennslustaður: Mæting við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, að Suðurgötu 12 á Ísafirði þaðan sem farið verður á heppilegan stað fyrir stígagerð.
Tími: Föstudagur 19. maí kl. 13-18 og laugardagur 20. maí kl. 9-17.
Verð: Námskeiðið er haldið með stuðningi Uppbyggingarsjóðs og þátttakendum að kostaðarlausu.

Þótt námskeiðið sé frítt er mikilvægt að fólk skrái sig!

Skráning

Sett á skogur.is: Pétur Halldórsson