Ung stafafura og furusveppur. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Ung stafafura og furusveppur. Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Matvæli úr skógum landsins, meðal annars sveppir, hafa ekki einungis áhugavert næringar- og orkugildi. Þau hafa líka fjárhagslegt gildi. 

Þetta hefur Elisabeth Bernard, mannfræðingur hjá Skógræktarfélag Íslands, kannað og skrifar um það grein í Bændablaðið sem kom út 20. júlí í sumar með fyrirsögninni Bragðgóð búbót. Þar kemur fram að uppvaxandi skógar Íslands séu orðnir vinsælir til sveppatínslu á haustin, frá miðjum ágúst fram í miðjan október. Eftir því sem skógarnir stækki og vistkerfi þeirra verði ríkulegra fjölgi þeim sem leita í skóganna eftir fæðu. Þetta eigi ekki síst við fólk sem ættað er frá Austur-Evrópu. Þá sé sveppatínsla líka orðin vinsæl útivist og ýti undir fjölbreyttara mataræði með staðbundnum og hollari mat.

Elisabeth bendir á að samkvæmt skógartölum sem sendar eru FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hafi verðmæti hrárra sveppa úr skógum landsins verið tæpar 10,7 milljónir króna frá árinu 2014 frá þeim fáu aðilum sem skilað hafi tölum þar um. Söluverð til neytenda yrði miklu hærra en það. Þótt tölurnar séu ekki háar og ekki frá mörgum aðilum sýnir þetta að mati Elisabeth að matvæli úr skógum, þar á meðal sveppir, hafi ekki einungis áhugavert næringar- og orkugildi. Þau hafi líka fjárhagslegt gildi. 

Hún nefnir tilbúið dæmi um fjölskyldu sína í franskri sveit sem tíndi þrjú og hálft kíló af kóngssvepp í október 2022 og hefði getað komið þeim til sölu á markaði. Markaðsverðið á Rungis, stærsta bændamarkaði Frakklands, var 20 evrur kílóið fyrir kóngssveppi í nóvember í fyrra. Fyrir þessi þrjú og hálft kíló sem fjölskylda hennar safnaði í hefðu þar með fengist sjötíu evrur sem nemur um 10.500 íslenskum krónum. Í nóvember hafði verðið svo hækkað upp í 27 evrur kílóið. Hún telur að enn hærra verð hefði verið hægt að fá fyrir sveppina hérlendis.

Elisabeth hvetur skógarfólk í grein sinni til að hafa augun opin fyrir sveppum í skógum sínum, finna nýjar leiðir til að matreiða þá eða jafnvel selja þá, til dæmis til veitingastaða.

Sjá nánar í greininni á vef Bændablaðsins

Texti: Pétur Halldórsson