Frá því að sjálfboðaliðar á vegum Skógræktarinnar hófu störf á Þórsmörk fyrir fimm árum hefur sá siður haldist að síðasti sjálfboðaliðahópur sumarsins sé frá svissneska skólanumInternational School of Zug and Luzern. Hópurinn sem kom í haust hefur sent frá sér skemmtilegt myndband.
Opinion of the Standing Forestry Committee regarding the role of forests and forest sector in bioeconomy 10 October 2017  Recalling the EU Bioeconomy Strategy which states: “The bioeconomy encompasses the production of renewable biological resources...
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að mikill fjöldi asparglyttu hafi verið áberandi í haust. Hann hafi fengið sendar myndir af fólki sem sýna glyttuna í hundraðatali.
Haustið er besti tíminn til að greina uppruna trjáplantna. Þau sem eru ættuð af norðlægum svæðum ganga fyrr frá sér en þau sem eru frá suðlægum svæðum. Þessi munur blasir við þegar trén búast í haustliti. Rætt var við Brynjar Skúlason, skógerfðafræðing á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá í fréttum Sjónvarpsins í gær.
Námskeið um umhirðu í ungskógi verður haldið á Egilsstöðum dagana 20.-21. október ef næg þátttaka fæst. Með góðri umhirðu ungskógar er stuðlað að heilbrigði skógarins og hámarksvexti.