Danski skógtæknineminn Johan Grønlund Arndal sem nú er í starfsnámi hjá skógarverðinum á Vesturlandi er mikill hagleiksmaður og sker út höggmyndir með keðjusög í frístundum sínum. Vonast er til að höggmyndir eftir hann fái að prýða Stálpastaðaskóg.
Starfsfólk Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins á Norðurlandi kom saman á Hólasandi í síðustu viku til að gróðursetja tæplega tíu þúsund trjáplöntur. Þessi gróðursetningardagur er táknrænn fyrir vaxandi samstarf stofnananna tveggja á ýmsum sviðum, ekki síst við skógrækt á uppgræðslusvæðum.
Í skóg­rækt ætlaðri til að binda kol­efni verða svepp­irn­ir að vera með því um svepp­ina fer kol­efnið niður í jarðveg­inn. Svepp­ir eru bún­ir til úr fín­gerðum þráðum sem virka eins og lif­andi rör og flytja vatn og nær­ing­ar­efni lang­ar leiðir. Tré treysta því á sam­lífi við sveppi,“ seg­ir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur í fróðlegu viðtali í Morgunblaðinu.
Í helgarblaði Fréttablaðsins 30. september var rætt við einn af starfsmönnum Skógræktarinnar, Hraundísi Guðmundsdóttur, skógræktarráðgjafa, skógarbónda og ilmolíuframleiðanda á Rauðsgili í Reykholtsdal í Borgarfirði. Hraundís var valin handverkskona ársins á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágústmánuði.
Það er fyrst og fremst tækniþekking og hugmyndaflug sem takmarkar hvað hægt er að nýta timbur til. Hagkvæmni úrvinnslu ræðst að hluta af stærðarhagkvæmni og fjarlægð hráefnis frá úrvinnslustað. Um þessi efni skrifar Brynjar Skúlason í síðasta tölublaði Bændablaðsins