Hekluskógar safna um þessar mundir birkifræi og biðla til almennings að taka þátt í því starfi og skila fræi á móttökustöðvum Endurvinnslunnar hf. Sums staðar sjást þéttar breiður af birki þar sem fræi var sáð fyrir fjórum árum.
Tré af fyrstu kynslóð lerkiblendingsins Hryms hefur á tæpum tveimur áratugum náð 10,4 metra hæð í rýrum jarðvegi Esjuhlíða. Meðaltalsvöxtur frá gróðursetningu er því rúmur hálfur metri á ári.
Gera þarf frekari rannsóknir á því sam­­spili sem ræður fram­leiðni bland­­aðra skóga. Þetta var með­al álykt­­ana sem dregn­­ar voru á ár­­leg­­ri þema­­­ráð­stefnu NordGen Forest sem hald­­in var í Växjö í Sví­þjóð 20.-21. sept­em­ber.
Níu ungmenni frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS hafa undanfarinn hálfan mánuð unnið að lagfæringum á tveggja kílómetra langri gönguleið í Hallormsstaðaskógi. Þetta er annað árið sem samtökin senda sjálfboðaliða í skóginn.
Enn er hægt að skrá sig á frænámskeið Skógræktarfélags Reykjavíkur sem haldið verður laugardaginn 1. október í Heiðmörk.