Breski vísindamaðurinn og ljósmyndarinn Neil Bromhall tók upp á átta mánuðum ferilmynd af því þegar akarn spírar og verður að lítilli eikarplöntu. Eikur verða ævagamlar og risastórar en spruttu allar af litlu fræi. Tré eru meðal undra náttúrunnar og án trjáa værum við mennirnir ekki til því trén áttu þátt í að gera andrúmsloftið og loftslagið á jörðinni lífvænlegt fyrir lífverur eins og okkur.
Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands lauk á Djúpavogi í dag. Ályktað var um eflingu skógræktar með því markmiði að á næstu 5 árum verði gróðursettar átta milljónir trjáplantna árlega.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra vill auka skógrækt á skóglausum svæðum til að gera þau vænni til búsetu. Hún flutti ávarp við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem nú stendur yfir á Djúpavogi.