Styrkur frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum gerði kleift að halda úti vinnuhóipum fjarri aðalbækistöðvum sjálfboðaliða í Þórsmörk í sumar og vinna þar að mikilvægum endurbótum.. Styrkurinn var formlega afhentur fulltrúa Skógræktar ríkisins og Þórsmörk Trail Volunteers í 20. ára afmælishófi Íslenskra fjallaleiðsögumanna nýverið.
Váleg tíðindi berast nú af lerkiskógum í Wales. Frá og með 2. nóvember verður útsýnisveginum Cwmcarn Forest Drive road í Wales lokað vegna illvígs sjúkdóms sem þar herjar á lerki. Um 78% trjánna með fram veginum hafa sýkst af hættulegum þörungasveppi, Phytophthora ramorum, (larch disease). Fella verður trén.
Toppsproti á stöku furutré í þjóðskóginum á Höfða vakti sérstaka athygli á dögunum þegar Héraðs- og Austurlandsskógar héldu þar námskeið í umhirðu ungskóga. Reyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur sem er að öllum líkindum met hjá stafafuru hérlendis.
Í Kína er bændafólki greitt fyrir að rækta skóg á landbúnaðarlandi. Í einhverju stærsta skógræktarverkefni sem sögur fara af hefur þannig verið ræktaður nýr skógur á landsvæði sem samanlagt nemur ríflega þreföldu flatarmáli Íslands. Mikið verk er að meta árangur af slíku verkefni en markmið þess er ekki síst að hamla gegn uppblæstri og jarðvegseyðingu sem mikil skógareyðing á umliðnum árum hefur valdið.
Á innan við aldarfjórðungi hefur Ólafur Njálsson garðyrkjufræðingur breytt illa grónu landi í Ölfusi í gróskumikinn skóg þar sem hann rekur garðplöntustöðina Nátthaga. Myndir sem teknar eru með 20 ára millibili sýna árangurinn vel.