Stýrihópur um sameiningu skógræktarstofnana ríkisins í eina nýja stofnun kom saman á miðvikudag. Haldið var áfram vinnu við stefnuskjal fyrir hina nýju stofnun og þá mælikvarða sem notaðir verða til að meta störf hennar og árangur. Einnig voru lagðar fram fyrstu hugmyndir að mögulegu skipuriti. Fyrsta umræða um lög um nýja skógræktarstofnun er á dagskrá Alþingis í dag.
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað Árna Bragason í embætti landgræðslustjóra til næstu fimm ára. Árni hefur frá árinu 2010 starfað sem forstjóri Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, Nordgen í Svíþjóð.
Fjárfesting í skógi gefur örugga ávöxtun til lengri og skemmri tíma að mati sérfræðinga ThinkAdvisor. Kosturinn við timburskóga sem fjárfestingarkost er sveigjanleikinn. Ólíkt öðrum landbúnaðarafurðum má uppskera timbur þegar markaðsverð er hagstætt en láta skóginn bíða þegar verðið er lágt. Loftslagsbreytingar ættu að gera timburskóga að enn betri fjárfestingarkosti frekar en hitt.
Nokkuð var um að skógræktarfólk brygðist við því kalli að gróðursetja tré á degi jarðar, 22. apríl. Vel viðraði til gróðursetningar um allt land þennan dag og væri gaman ef sú hefð myndi festast í sessi að setja niður tré á þessum alþjóðlega degi sem helgaður er jörðinni. Tré geta gegnt mikilvægu hlutverki við að tryggja framtíð mannsins og annarra lífvera á jörðinni.
5 reasons to drink shade-grown coffee University of Texas at Austin rightOriginal Study Posted by Kimberly Berger-Texas on April 30, 2015 You are free to share this article under the Attribution 4.0 International license. A biologist says that a...