Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta nú skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal júnímánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af sveppnum teygjuhelmu, Mycena epipterygia.
Skemmdir á sitkagreni í Reykjavík af völdum sitkalúsar eru umfjöllunarefni nýrrar greinar sem komin er út í ritrýnda tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar er sagt frá rannsókn sem bendir til þess að samspil hærri vetrarhita, aukinnar tíðni faraldra og aukið köfnunarefni í barrnálum séu helstu ástæður fyrir auknum skemmdum á sitkagrenitrjám í Reykjavík.
Ísland þarf að fjárfesta í skógrækt fyrir tíu milljarða fram til ársins 2025 ef loftslagsmarkmið landsins eiga að nást 2040. Þetta segir Jón Ágúst Þor­steins­son, for­stjóri um­hverf­is­stjórn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Klappa grænna lausna, í viðtali við Morgunblaðið. Jón Ágúst telur með dómi hol­lensks dóm­stóls yfir olíu­fyr­ir­tækinu Shell í síðustu viku hafi al­menn­ing­ur og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök fengið nýtt vopn í hend­urn­ar.
Þórhildur Ísberg ver miðvikudaginn 2. júní meistararitgerð sína í skógfræði við LUKE í Finnlandi. Verkefni hennar nefnist á ensku „The pathogenicity of the blue stain fungus Ophiostoma clavatum in Scots pine seedlings”, sem á íslensku útleggst „Sýkingarmætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum í fræplöntum skógarfuru”.
Skógræktin tekur þátt í upphafsviðburði áratugar Sameinuðu þjóðanna um endurhæfingu vistkerfa fimmtudaginn 3. júní með því að Hreinn Óskarsson, sviðstjóri þjóðskóganna, segir frá vernd og útbreiðslu birkis á Þórsmerkursvæðinu. Þá verða sérfræðingar úti við að dagskrá lokinni og fræða gesti um ýmislegt sem snertir vistkerfi, eflingu þeirra og ógnir sem að þeim geta steðjað. Viðburðurinn verður í Norræna húsinu í Reykjavík og hefst kl. 16.30.