Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Skógræktinni að birta á vef sínum drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og óska þar eftir umsögnum. Hér eru því lögð fram til kynningar og umsagnar drög að landsáætlun í skógrækt ásamt drögum að umhverfismati þeirrar áætlunar. Jafnframt liggur fyrir minnisblað til ráðherra með minnihlutaáliti við drög að landsáætlun sem sömuleiðis birtist hér með til kynningar.
Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta nú skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal júnímánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af sveppnum teygjuhelmu, Mycena epipterygia.
Skemmdir á sitkagreni í Reykjavík af völdum sitkalúsar eru umfjöllunarefni nýrrar greinar sem komin er út í ritrýnda tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þar er sagt frá rannsókn sem bendir til þess að samspil hærri vetrarhita, aukinnar tíðni faraldra og aukið köfnunarefni í barrnálum séu helstu ástæður fyrir auknum skemmdum á sitkagrenitrjám í Reykjavík.
Ísland þarf að fjárfesta í skógrækt fyrir tíu milljarða fram til ársins 2025 ef loftslagsmarkmið landsins eiga að nást 2040. Þetta segir Jón Ágúst Þor­steins­son, for­stjóri um­hverf­is­stjórn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Klappa grænna lausna, í viðtali við Morgunblaðið. Jón Ágúst telur með dómi hol­lensks dóm­stóls yfir olíu­fyr­ir­tækinu Shell í síðustu viku hafi al­menn­ing­ur og um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök fengið nýtt vopn í hend­urn­ar.
Þórhildur Ísberg ver miðvikudaginn 2. júní meistararitgerð sína í skógfræði við LUKE í Finnlandi. Verkefni hennar nefnist á ensku „The pathogenicity of the blue stain fungus Ophiostoma clavatum in Scots pine seedlings”, sem á íslensku útleggst „Sýkingarmætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum í fræplöntum skógarfuru”.