Landgræðsluverðlaunin 2017 voru afhent  á opnum fundi um landgræðslumál í Skúlagarði í Kelduhverfi fyrr í vikunni. Frá þessu er sagt á vef Landgræðslunnar, land.is. Meðal verðlaunahafa eru skógarbændurnir Helgi Árnason og Sigurlína J. Jóhannesdóttir á Snartarstöðum í Núpasveit sem stunda umfangsmikla landgræðslu og rækta skóg á 100 hekturum lands.
Nýafstaðið loftslagsþing í Bonn tókst vel að mati Halldórs Þorgeirssonar, forstöðumanns á skrifstofu Loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Halldór segir að Ísland geti gegnt mikilvægu hlutverki, ekki síst á sviði bættra landgæða en það geti þó haft áhrif á orðspor landsins ef ekki verði fljótlega ráðist fyrir alvöru í orkuskipti í samgöngum. Skógræktin, Landbúnaðarháskólinn, Landgræðslan og Bændasamtök Íslands standa sameiginlega að ráðstefnu 5. desember um kolefnismál og landnýtingu. 
„Við viljum klæða landið skógi. Af hverju tré sem við seljum um jólin plöntum við öðrum fimm trjám. Í því felst virðisaukinn fyrir okkur." Þetta segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, í umfjöllun Fréttablaðsins um jólatré. Framkvæmdastjóri hjá Húsasmiðjunni segir ákjósanlegra ef fyrirtækið gæti verið með hærra hlutfall innlendra trjáa í jólatrjáasölu sinni. 
„Við viljum klæða landið skógi. Af hverju tré sem við seljum um jólin plöntum við öðrum fimm trjám. Í því felst virðisaukinn fyrir okkur." Þetta segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, í umfjöllun Fréttablaðsins um jólatré. Framkvæmdastjóri hjá Húsasmiðjunni segir ákjósanlegra ef fyrirtækið gæti verið með hærra hlutfall innlendra trjáa í jólatrjáasölu sinni. 
„Við viljum klæða landið skógi. Af hverju tré sem við seljum um jólin plöntum við öðrum fimm trjám. Í því felst virðisaukinn fyrir okkur." Þetta segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, í umfjöllun Fréttablaðsins um jólatré. Framkvæmdastjóri hjá Húsasmiðjunni segir ákjósanlegra ef fyrirtækið gæti verið með hærra hlutfall innlendra trjáa í jólatrjáasölu sinni.