Skógur hefur bein áhrif á vatnsbúskap og loftslag þar sem hann vex. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að þau áhrif skóga að jafna hringrásir vatns og hitasveiflur eiga ekki eingöngu við um meginlönd heldur eru þessi áhrif líka staðbundin....
Fagráðstefnu skógræktar lauk í dag í Hörpu í Reykjavík. Aldrei hafa fleiri setið ráðstefnuna en skráðir þátttakendur voru hartnær 150 talsins. Rauður þráður í ráðstefnunni var að efla þyrfti fræðslu um skógrækt, vekja áhuga ungs fólks á skógfræði og öðru skógartengdu námi og blanda blóði við aðrar fræði- og faggreinar.
Ráðherra skógarmála, Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur ávarp við upphaf Fagráðstefnu skógræktar sem hefst í Hörpu í Reykjavík í dag. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá hefur umsjón með Fagráðstefnunni á afmælisári sínu því nú er hálf öld liðin frá því að stöðin á Mógilsá tók til starfa.
Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá fagnar á þessu ári hálfrar aldar afmæli sínu. Afmælinu verður fagnað með tvennum hætti á árinu, annars vegar með Fagráðstefnu skógræktar sem hófst í morgun í Hörpu í Reykjavík og hins vegar með hátíð á Mógilsá í ágústmánuði þegar fimmtíu ár verða liðin frá vígslu stöðvarinnar.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, vill örva atvinnulífið til kolefnisbindingar með skógrækt. Hún segir að með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um loftslagsmál sem von er á fyrir árslok megi búast við auknum framlögum til skógræktar. Ráðherra kom í opinbera heimsókn til Skógræktarinnar í gær á alþjóðlegum degi skóga.