Langflest fiðrildi sjást í Hallormsstaðaskógi af þremur stöðum á Austurlandi sem vaktaðir hafa verið síðastliðin níu ár. Skógur er á öllum stöðunum þremur en fjölbreyttastur og stærstur á Hallormsstað.
Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi verður opinn gestum sumardaginn fyrsta í tilefni af 80 ára starfsafmæli sínu. Skógtækni er eitt af því sem kennt er við skólann.
Ný myndbönd hafa verið vistuð á myndbandavef Skógræktarinnar. Þar segja nokkrir frummælendur á nýafstaðinni Fagráðstefnu skógræktar stuttlega frá viðfangsefnum sínum og sömuleiðis er þar að finna samantekt með brotum úr flestum fyrirlestrunum.
Auka þarf skógrækt í landi Reykjavíkurborgar. Þetta er álit borgarhönnuðar sem talar á málþingi um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum í Reykjavík í kvöld með yfirskriftinni „Loftslagsmál - er náttúran svarið?
Þekktar trjátegundir í heiminum eru 60.065 talsins. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á plöntutegundum í lífríki jarðarinnar sem byggðar eru á gögnum frá yfir 500 grasafræðistofnunum um allan heim. Kortlagning trjátegunda er mikilvægt tól til að vernda megi þær tegundir sem taldar eru vera í útrýmingarhættu. Aðeins fundust sex tré af trjátegund í Tansaníu sem nú er unnið að því að breiða út á ný.