Hátt í 140 manns eru nú skráð á Fagráðstefnu skógræktar sem hefst á Hótel Hallormsstað á morgun, miðvikudaginn 3. apríl. Loftslagsmál og landnýting eru meginviðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni og tekur Landgræðslan þátt í ráðstefnuhaldinu. Inngangsfyrirlestur flytur Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
Myndarlegur fasani spígsporaði milli trjánna við gróðrarstöðina Þöll í Hafnarfirði þegar starfsfólk þar kom til vinnu í morgun. Talið er að fuglinn hafi komið til landsins með flutningaskipi sem nú liggur við bryggju í Hafnarfirði. Fasaninn veðrur til sýnis til kl. 16 í dag.