Spá um kolefnisbindingu á Óseyri við Stöðvarfjörð
Út er komið nýtt tölublað af Riti Mógilsár. Það hefur að geyma skýrslu um ástand ræktaðs skógar á lögbýlinu Óseyri við Stöðvarfjörð og spá um kolefnisbindingu skógarins næstu 70 árin miðað við annars vegar hefðbundnar nytjar og hins vegar engar nytjar. Skógurinn er enn ekki kominn í fullan vöxt. Þegar vöxtur fer í gang fyrir alvöru verður hægt að gera enn traustari spár.
02.03.2021