Skóglendisvefsjá Skógræktarinnar hefur verið uppfærð og nú má fá upplýsingar um allt birkiskóglendi, alla ræktaða skóga og samanlagt skóglendi landsins ásamt hlut­föllum innan sveitarfélaga.
Skógræktin boðar til vorfundar með skógarbændum á Austurlandi fimmtudaginn 9. mars. Þar verður farið yfir skipulag við framkvæmd nytjaskóga á lögbýlum, samræmingu verkferla og skipurit Skógræktarinnar.
Í nýútkomnu fréttabréfi samtaka norskra jólatrjáaframleiðenda, Norsk juletre, er minnt á að þegar trén eru í dvala sé upplagt að taka af þeim nálasýni til efnagreiningar. Nálasýnin gefa upplýsingar um efnaupptöku trjánna og geta nýst til að bæta næringarástand þeirra.
Áhugi Íslendinga á jólatrjám sem ræktuð eru innan lands virðist vera að aukast að mati Else Möller, skógfræðings og skógarbónda í Vopnafirði. Öll íslensk jólatré seldust upp fyrir síðustu jól og framboðið stóð ekki undir eftirspurn. Áhugaverð jólatrjáaráðstefna verður haldin í Birmingham á Englandi í sumarbyrjun.
Ritrýnd vísindagrein eftir Brynjar Skúlason, skógfræðing og sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, er komin út í febrúarhefti vísindatímaritsins Forest Pathology. Í greininni fjallar Brynjar um tilraunir með ýmis kvæmi fjallaþins í jólatrjáarækt í Danmörku og á Íslandi. Brynjar  ver í næsta mánuði doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla um rannsóknir sínar á fjallaþin.