Árleg nettóbinding íslenskra skóga gæti orðið um ein milljón tonna um miðja öldina, mælt í koltvísýringsígildum, ef gróðursett væri fjórum sinnum meira á hverju ári en nú er gert. Binding eins tonns af koltvísýringi með skógrækt kostar um 2.500 krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem kynnt var í dag.
Á þemadegi NordGen sem haldinn verður í Asker í Noregi 21. mars 2017 verður fjallað um fræ- og plöntuval á tímum hlýnandi loftslags.
Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Þema ráð­stefn­unn­ar verður tengt skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú.
Rannsóknastöðin Rif á Melrakkasléttu auglýsir eftir umsóknum frá áhugasömum vísindamönnum og rannsakendum sem vilja nýta sér aðstöðu stöðvarinnar til verkefna á sviði rannsókna og vöktunar árið 2017.
Japanar réðust í mikla gróðursetningu trjáplantna vítt og breitt um landið að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. Nú er kominn uppskerutími í þessum skógum en sárlega vantar kunnáttufólk til starfa. Skólum sem kenna skógmenntir fjölgar hratt í landinu.