Laugardaginn 14. september var farin skógarganga á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur, Skógræktarfélags Íslands og Garðyrkjufélags Íslands um Laugarásinn í Reykjavík. Leiðsögumenn voru Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar skógræktar á Mógilsá, og Jóhann Pálsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar.
Í suðaustanverðum undirhlíðum Litla-Meitils í Þrengslunum í Ölfusi, er að finna sitkagrenilund í um 230-250 m hæð yfir sjó. Einar Ólafsson frá Reykjavík ættaður frá Efri-Grímslæk gróðursetti trén á þessum stað í kringum 1958-59.