Nemendur frá háskólum héðan og þaðan í Banadaríkjunum fengu að taka til hendinni og snyrta greinar á gömlu þjóðleiðinni frá Skriðufelli gegnum Þjórsárdalsskóg um leið og þau fræddust um sjálfbærni og umhverfismál.
Tækni sem byggð er á landupplýsingakerfum og kortakerfi Google gerir okkur kleift að sjá hvar skógar hafa sótt fram í heiminum og hvar þeim hefur hnignað frá aldamótum fram til ársins 2012. Þetta er öflugt tæki í baráttunni fyrir aukinni skógrækt og verndun skóga.
Í grein í Bændablaðinu 20. febrúar hvetur Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, bændur til að taka frumkvæði að því að móta öflugt beitarstýringar- og vistfræðilegt vöktunarkerfi í öllum landsfjórðungum. Það sé allra hagur.
Skógrækt verður meðal annars til umfjöllunar á Landsýn - vísindaþingi landbúnaðarins sem fram fer á Hvanneyri 7. mars. Fjórar málstofur verða í boði, auk veggspjaldakynninga, og dagskráin er mjög fjölbreytt.
Nú er orðinn aðgengilegur á netinu sjónvarpsþáttur Kristjáns Más Unnarssonar, Um allt land, þar sem fjallað er um íslensku skógarauðlindina í heimsókn til Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og Hallormsstað.