Ný rannsókn í Svíþjóð hefur verið sögð benda til þess að sú aðferð við skógarhögg að fella öll trén á tilteknu svæði leiði ekki til þeirrar losunar á koltvísýringi sem talið hefur verið fram að þessu. Niðurstöðurnar eru þó ekki taldar verða til þess að beiting þessarar aðferðar muni aukast enda eru timburnytjar skipulagður þáttur í hringrás nytjaskógar. Þær hafa hins vegar verið nýtt innlegg í heita umræðu í Svíþjóð og víðar um skógarmál. Gagnrýnt hefur verið hvernig sænski ríkismiðillinn SVT fjallaði fyrst um rannsóknina en í kjölfarið fylgdi ný umfjöllun miðilsins.
Jóhannes H Sigurðsson, aðstoðarskógarvörður Skógræktarinnar á Suðurlandi, skrifaði skemmtilegan og jólalegan pistil sem birtur hefur verið á vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Pistillinn er bæði skógarlegt og jólalegt innlegg svona rétt fyrir jólin og Jóhannes leyfði okkur að birta hann hér á skogur.is. Með honum fylgir jólakveðja frá Skógræktinni með óskir um nýtt og gjöfult skógræktarár!
Ný grein úr verkfninu ForHot birtist nú í desember í tímaritinu Soil Biology and Biochemistry um áhrif hækkandi jarðvegshita á bakteríusamfélög. Fyrsti höfundur greinarinnar er James Weedon en meðal þátttakenda í rannsókninni voru þau Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við LbhÍ og Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar.
Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki til fólks sem stundar nám á sviði fjölgunarefnis í skógrækt, fræ- og stiklinga­framleiðslu og ræktun skógarplantna en einnig kynbóta á skógartrjám. Námsstyrkirnir eru á vegum SNS og skógasviðs norrænu erfðavísindastofnunarinnar NordGen.
Hið eina sanna jólatré er í margra huga rauðgreni. Samt hefur það látið undan síga sem jólatré á Íslandi. Okkur gengur illa að láta það endast öll jólin í hlýjum og þurrum húsakynnum okkar. Ef vatnið lækkar niður fyrir stubbinn í jólatrésfætinum missir tréð safaspennu og hættir að geta dregið upp vatn. Þá þornar það fljótt upp og barrið fellur af. Það finnst okkur leitt.