Að frumkvæði verkefnisins Lesið í skóginn og Náttúruskólans hittust leiðbeinendur í útinámi í Reykjavík á Jafningjafræðslunámskeiði í grenndarskógi Ártúnsskóla þann 15. október s.l. og miðluðu reynslu sinni.
Leikskólastjórar í Reykjavík ásamt starfsfólki Leikskólasviðs borgarinnar héldu starfsdag í Félagsgarði í Kjós þann 16. október s.l. þar sem fjallað var um útinámi í leikskólastarfi.
Úlfur Óskarsson, lektor við LBHÍ, fjallar um gróðursetningu.
Umhverfisráðuneytið og Stofnun Sæmundar fróða boðar til stefnumóts í Þjóðminjasafninu n.k. laugardag. Fjallað verður um tengsl milli hnattrænna loftslagsbreytinga, sjálfbæarrar þróunar og öryggismála. Einnig verður rætt um alþjóðlegar samningaviðræður um loftslagsmál í aðdraganda Kaupmannahafnarfundarins.
Síðustu vikur og mánuði hefur verið óvenju mikil grisjun í Haukadals- og Þjórsárdalsskógum. Eru þar á ferðinni bæði starfsmenn Skógræktar ríkisins og verktakar sem ráðnir hafa verið í grisjun ákveðinna reita.