Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða býður til skógræktarfræðslu föstudaginn 4. nóvember þar sem Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, skógfræðingur og sviðstjóri skógarþjónustu Skógræktarinnar, fjallar um breytingar sem orðið hafa á skógum allt frá landnámi til dagsins í dag, upphaf skipulagðrar skógræktar á Íslandi og stofnanaumhverfi skógræktar. Einnig spáir hún í spilin um framtíðina.
Þjóðkirkjan hefur bæst í hóp þeirra sem taka höndum saman varðandi endurheimt skóglendis á Íslandi. Hreinn Óskarsson, fulltrúi Skógræktarinnar, afhenti biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur, fjölda birkifræja til sáningar við barnamessu í Bústaðakirkju um miðjan október.
Grisjunarflokkur skógarhöggsmanna af sex þjóðernum vann nú í októbermánuði að fyrstu grisjun skógar að Hamri á Bakásum í Húnabyggð. Þetta er líklega stærsta einstaka grisjunarverkefni sem ráðist hefur verið í hjá norðlenskum skógarbændum.
Skógræktin óskar eftir að ráða skipulagsfulltrúa í fullt starf. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Skipulagsfulltrúi heyrir undir sviðstjóra skógarþjónustu.
Auglýst er eftir þátttakendum á jólamarkaði í Heiðmörk í Fréttabréfi Skógræktarfélags Reykjavíkur sem nýkomið er út. Þar er líka herhvöt Benedikts Erlingssonar, leikara og leikstjóra, sem brýnir landsmenn til skógræktar í baráttunni við loftslagsbreytingar. Loks er minnt á Heiðmerkurþrautina sem fram fer á laugardag til styrktar félaginu.