Landsverkefnið Söfnum og sáum birkifræi hvetur landsmenn til að skila nú á söfnunarstöðvar því fræi sem safnast hefur. Nokkuð vantar upp á að markmið ársins hafi náðst. Enn er líka nóg af fræi á trjánum og fram undan góðir veðurdagar til að safna.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands heldur 26. nóvember námskeið um undirbúning lands til skógræktar. Námskeiðið er öllum opið og vakin er athygli á því að flest stéttarfélög styrkja félagsfólk sitt til endurmenntunar sem þessarar.
Stöðugur straumur fólks var að bás Skógræktarinnar á stórsýningunni Íslenskum landbúnaði 2022 sem haldin var í Laugardalshöll í Reykjavík 14.-16. október. Básinn vakti almenna hrifningu og var mikill áhugi að kaupa tré og aðra „leikmuni“ í básnum.
Í ljós er komið að birki og gulvíðir duga mjög vel til að draga úr rofi við ár og læki. Það staðfesta rannsóknir dr. Söru L. Rathburn, jarðfræðiprofessors við Colorado State University. Hún mældi ásamt samstarfsfólki sínu rof við fjögur vatnsföll á Íslandi og bar svæði þar sem skógur óx við árbakkann saman við nærliggjandi skóglaus svæði við sömu ár.
Verið velkomin í ketilkaffi bás Skógræktarinnar á sýningunni Íslenskum landbúnaði 2022 sem opnuð verður í Laugardalshöll í Reykjavík föstudaginn 14. október og stendur fram á sunnudag. Í básnum verður skógarstemmning og starfsfólk Skógræktarinnar svarar spurningum um hvaðeina sem snertir skóga og skógrækt, meðal annars skóga og skipulag, kolefnismálin, þjóðskógana, hvernig hefja má skógrækt og fleira.