Yfirítölunefnd úrskurðaði í dag um ítölu í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra. Niðurstaða tveggja nefndarmanna af þremur var sú að leyfa mætti beit 60 lambáa á Almenningum sumarið 2015, samtals um 180 kindur. Einn nefndarmaður skilaði sératkvæði og lagði til að leyft yrði að beita tíu lambám á svæðið í sumar.
Hæ, Birna, hvernig hefurðu það? Ég var að spá hvort þú ættir svör við eftirfarandi spurningum: - Selur íslenska ríkið stóriðjufyrirtækjum losunarkvóta? - Fara peningarnir beint í ríkissjóð og svo ekki söguna meir? - Er Íslendingum skylt samkvæmt Evrópureglum að...
Svo virðist sem hafarnarpar sé nú að undirbúa varp í grenitré í skóginum á Tumastöðum í Fljótshlíð. Ekki er vitað til þess að hafernir hafi áður orpið í trjám á Íslandi en tré eru hefðbundnir varpstaðir tegundarinnar erlendis. Sett hefur verið upp vefmyndavél svo fólk geti fylgst með varpinu.
Námskeið í húsgagnagerð var haldið í Vaglaskógi um síðustu helgi. Fullbókað var á námskeiðið og einhverjir lentu á biðlista og komust ekki að. Á námskeiðum sem þessum er unnið með ferskt og þurrt efni svo gott sem beint úr skóginum, ýmist þverskorið eða flett bolefni. Húsakynni Skógræktar ríkisins á Vöglum henta afar vel til námskeiða af þessum toga.
Vísindamenn hafa komist að því að snerting við þrjú algeng illgresislyf, meðal annars hið þekkta Roundup, leiði til þess að sjúkdómsvaldandi bakteríur þrói með sér ónæmi við sýklalyfjum sem mikið eru notuð til lækninga á fólki.