Þátttakendur í námskeiði í húsgagnagerð með nokkra smíðisgripi á hlaðinu framan við skemmuna á Vöglu…
Þátttakendur í námskeiði í húsgagnagerð með nokkra smíðisgripi á hlaðinu framan við skemmuna á Vöglum.

Færri komust að en vildu

Námskeið í húsgagnagerð var haldið í Vaglaskógi um síðustu helgi. Fullbókað var á námskeiðið og einhverjir lentu á biðlista og komust ekki að. Á námskeiðum sem þessum er unnið með ferskt og þurrt efni svo gott sem beint úr skóginum, ýmist þverskorið eða flett bolefni. Þetta var fimmtánda námskeiðið af þessum toga og eru þátttakendur orðnir 195.

Svo virðist sem skóg- og trjárækt í einkagörðum og á sumarhúsalóðum veki fólk til umhugusunar um að nýta efni sem til fellur vegna nauðsynlegrar grisjunar og umhirðu. Samtök iðn- og tæknigreina hafa kynnt þessi námskeið hjá sér og hafa margir iðnaðarmenn nýtt sér þau, svo sem pípulagningamenn, smiðir, rafvirkjar o.fl. Þá sækja kennarar í þessi námskeið í þeim tilgangi að nýta þessa reynslu til að byggja upp aðstöðu til útnáms í grenndarskógum skólanna.

Húsakynni Skógræktar ríkisins á Vöglum henta afar vel til námskeiðshalds af þessum toga þar sem unnið er með borvélum og tálguáhöldum í fyrirferðamikið efni s.s. þykkar fjalir, þversneiðar af bolum og greinaefni í fætur sem þarf að afberkja og snyrta í klemmuhestum og á viðakubbum.

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá þátttakendur fyrir utan skemmuna á Vöglum við vinnu og einnig sýnishorn af gripum sem unnir eru námskeiðinu.

Texti og myndir: Ólafur Oddsson

"> Kollur með baki.

">

"> Tréhandverk kynnt við borðhald á Furuvöllum, starfsmannahúsinu á Vöglum..