Á ráðstefnu sem haldin verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars verður fjallað á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu.
Tveir ítalskir hönnuðir hafa sett fram hugmynd að nýstárlegum minningarreitum sem gætu komið í stað hefðbundinna grafreita og kirkjugarða. Líkömum látinna yrði komið fyrir í fósturstellingu í sérstökum lífrænum hylkjum sem grafin yrðu í jörð og tré ræktað ofan á sem nyti góðs af rotnandi leifunum. Tréð kæmi í stað legsteins og upp yxi skógur með margvíslegt gagn fyrir eftirlifandi kynslóðir.
Hekluskógar bjóða til málþings í Gunnarsholti 16. apríl kl. 13-16.30.  Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst.
Í tilefni af 50 ára afmæli sínu heldur Landsvirkjun opna fundi um ýmis málefni. Miðvikudaginn 4. mars býður fyrirtækið til opins fundar í Gamla-Bíó í Reykjavík frá klukkan 14 til 17 um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.