Skógræktarfélag Íslands hefur tilkynnt að vesturbæjarvíði að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum verði tré ársins 2018. Útnefning trésins fer fram með formlegum hætti á sunnudag, 2. september.
Skógræktarstjóri og sviðstjóri skógarauðlindasviðs Skógræktarinnar fara um Vestfirði í byrjun september til að hitta heimafólk og skoða svæði sem stofnunin gæti mögulega tekið til skógræktar. Það yrðu fyrstu þjóðskógar Vestfjarða ef af verður.
Full ástæða er til að reyna svartelri í skógrækt, sérstaklega á flatlendu framræstu mýrlendi þar sem ösp og greni hafa átt erfitt uppdráttar vegna sumarfrosta. Þetta segir Þorbergur Hjalti Jónsson í grein sem komin er út í Riti Mógilsár með fyrirsögninni Vanmetið fenjatré.
Lerkiblendingurinn Hrymur hefur spjarað sig mjög vel, verður ekki fyrir skemmdum að ráði, kelur lítið í æsku, fer fljótt að vaxa, er beinvaxinn og fallegur. Vöxturinn er um 30 prósentum meiri en hjá rússalerki og rúmmálsvöxtur jafnvel þrefaldur.
Allt útlit er fyrir að fyrsta íslenska tréð nái 30 metra hæð sumarið 2021 ef fram fer sem horfir. Hæsta tré á Íslandi sem vitað er um mælist nú 28,36 metrar á hæð. Áætla má að það hafi nú bundið um 1,7 tonn af koltvísýringi.