Betri þekkingar er þörf til að skipuleggja skógrækt samhliða beit eða skipuleggja beit í grónum skógi. Skóglendi getur verið frábært beitiland en fylgjast þarf vel með hegðun sauðfjár í skógi og vera tilbúinn að grípa inn í ef þess er þörf. Mest þörf er á frekari rannsóknum á mun beitaráhrifa milli trjátegunda og mismunandi beitartíma sauðfjár. Þetta segir Guðríður Baldvinsdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi í grein sem birtist í nýútkomnu Bændablaðinu. Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Ráðstefna um loftslagsmál verður haldin föstudaginn 1. mars í stofu 102 á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Rúmur tugur vísindamanna heldur erindi um margvíslega þætti loftslagsmála.
Nýr samningur um Landgræðsluskóga var undirritaður mánudaginn 11. febrúar og felur hann í sér áframhaldandi stuðning ríkisins við verkefnið. Nýi samningurinn gildir til næstu fimm ára og felur í sér 45-55 milljóna króna árlegt framlag til verkefnisins, alls 260 milljónir á tímabilinu.
Í lesendabás Bændablaðsins sem kom út 14. febrúar er skemmtileg grein eftir Guðjón Jensson þar sem hann skrifar um reynslu sína af skógrækt, fjallar um stafafuru sem hann segir verðmætustu trjátegundina í Svíþjóð, segir frá eftirminnilegri heimsókn þangað til lands og fleira.
Brunavarnir Árnessýslu, Landbúnaðarháskóli Íslands, verkfræðistofan Verkís og Skógræktin standa fyrir námskeiði um forvarnir gegn gróðureldum föstudaginn 8. mars. Námskeiðið verður haldið að Reykjum í Ölfusi og hentar sérstaklega bændum, skógareigendum og öðrum sem eiga eða sjá um land þar sem eldur getur brunnið og ógnað verðmætum.