Ólafur Stefán Arnarsson eðlisfræðingur hefur verið ráðinn í nýja stöðu gagnagrunnssérfræðings á Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar. Ólafur starfar á nýrri loftslagsdeild rannsóknasviðs sem tók til starfa um áramótin.
Skógræktin hefur gefið út tvö ný myndbönd þar sem gróðursetning bakkaplantna er sýnd í verki og farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar trjáplöntur eru gróðursettar. Leiðbeinandi í myndbandinu er Bergsveinn Þórsson, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni.
Með því að kaupa gjafabréf fyrir 2.500 krónur má gróðursetja 2.500 tré í fátæku landi og bæta þar með bæði náttúrufar og lífsskilyrði fólks. Þetta er jákvæð aðgerð í bæði mannúðar- og loftslagsmálum.