Hagleiksmaðurinn Lars Nilsen hefur smíðað sandkassa og kofa á tjaldsvæðinu í Vaglaskógi sem óhikað má kalla listaverk. Lars lætur af störfum hjá Skógræktinni um mánaðamótin og heldur á vit nýrra ævintýra.
Flokkunartunnum hefur verið komið fyrir á tjaldsvæðum Skógræktarinnar í Hallormsstaðaskógi og Vaglaskógi. Fyrstu viðbrögð gesta eru mjög góð og fólk flokkar vel.
Nær allar starfstöðvar Skógræktarinnar hafa nú tekið fyrsta græna skrefið í ríkisrekstri. Umhverfismarkmið stofnunarinnar eru tvíþætt og lúta að sjálfbærri skógrækt í sátt við umhverfið og daglegri starfsemi á skrifstofum og starfstöðvum.
Ýmsar hefðbundnar íslenskar plöntutegundir hafa numið land á landi Skógræktarinnar á Haukadalsheiði síðustu árin í kjölfar uppgræðslu lúpínunnar á svæðinu. Þar spretta nú laukar og gala gaukar sem fyrir fáeinum áratugum var uppblásin auðn og svartur sandur.
Birki er nú víða brúnleitt að sjá á Héraði vegna fiðrildalirfa sem hafa náð sér vel á strik þar í sumar. Skil sjást í hlíðum og ofan þeirra er skógurinn grænn.