Skógræktin hefur gefið út myndband í samvinnu við HealGenCar og SNS þar sem fjallað er um tilraunir með ýmis kvæmi skógarfuru með tilliti til þess hversu mikið mótstöðuafl þær hafa fyrir furulús. Í ljós kemur að afkomendur þeirra fáu trjáa sem lifðu af lúsafaraldurinn á seinni hluta síðustu aldar verða síst fyrir barðinu á lúsinni.
Fjölbreytni í skógarnytjum í víðu samhengi er viðfangsefni ráðstefnu sem samtök norrænna skógarkvenna standa fyrir 12. mars. Skipulögð hefur verið staðbundin dagskrá í hverju landi fyrir sig en einnig fylgjast þátttakendur í öllum löndunum með sameiginlegum fyrirlestrum í streymi og samantekt í lok ráðstefnunnar.
Hópar sjálfboðaliða sem munu starfa að viðhalds- og uppbyggingarstarfi á Þórsmörk og nágrenni í sumar hafa nú að mestu verið skipaðir. Þátttakendur koma nú frá 18 löndum og hefja fyrstu hóparnir störf í maí. Bætt var við hópum vegna mikillar aðsóknar mjög hæfra umsækjenda.
Fagráðstefna skógræktar verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Óskað er eftir veggspjöldum og erindum á seinni dag ráðstefnunnar. Skiladagur er til 1. mars.
Framleiðendur skógarplantna geta nú kynnt sér á vef Ríkiskaupa markaðskönnun sem fram undan er vegna útboðs á ræktun skógarplantna. Skógræktin áformar að bjóða út ræktun á 6-8 miljónum skógarplantna, með fyrstu afhendingu haustið 2023.