Ljósmynd: Hótel Geysir
Ljósmynd: Hótel Geysir

Fagráðstefna skógræktar verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Óskað er eftir veggspjöldum og erindum á seinni dag ráðstefnunnar. Skiladagur er til 1. mars.

Fagráðstefna skógræktar er haldin í samstarfi Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Fyrri dagurinn verður með óhefðbundnu sniði í anda yfirskriftar ráðstefnunnar um græna ábyrga framtíð í skógrækt til 2030. Haldin verða stutt inngangserindi um þrjú umfjöllunarefni. Að því búnu veðrur efnt til pallborðsumræðna. Efnin sem tekin verða fyrir eru:

  1. Skógræktarstefna til 2030
  2. Kolefnisbinding, ný markmið, tækifæri og vottun
  3. Viðarafurðir

Seinni dagur ráðstefnunnar verður hefðbundnari og á dagskrá hans er nú óskað eftir erindum og veggspjöldum til kynningar á rannsóknum sem tengjast skógrækt landnýtingu, loftslagsmálum, skógum eða skyldum málaflokkum. Vegna óvissu um hvort hægt yrði að halda ráðstefnuna hefur ekki verið hægt að auglýsa fyrr. Því er skilafrestur stuttur eða til 1. mars 2022. Haft verður samband við höfunda fyrir 11. mars.

  • Skráningarfrestur erindis/veggspjalds er til 1. mars 2022

Skrá erindi/veggspjald

Fagnefnd Fagráðstefnu 2022

  • Edda Sigurdís Oddsdóttir, Skógræktinni (edda@skogur.is)
  • Bjarni D. Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands (bjarni@lbhi.is)
  • Valdimar Reynisson, Skógfræðingafélagi Íslands
  • Jón Ásgeir Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands
  • Hlynur G. Sigurðsson, Bændasamtökum Íslands

Fagráðstefna hefur verið árlegur viðburður undanfarna tvo áratugi og þar hafa komið saman lærðir og leikir í skógrækt, bæði fulltrúar stofnana og skógræktarfélaga, rannsóknarfólk, samstarfsaðilar og fleiri. Vegna veirufaraldursins hefur ráðstefnan nú ekki verið haldin frá árinu 2019 þegar hún fór fram á Hótel Hallormsstað. Því má búast við að margir hafi efni fram að færa úr rannsóknar- eða ræktunarstarfinu.

Síða ráðstefnunnar

Texti: Pétur Halldórsson