Umsóknarfrestur um stöðu sviðstjóra rannsókna hjá Skógræktinni rann út á mánudag, 29. ágúst. Þrír sóttu um stöðuna.
Óvenjumikið er nú um ryðsvepp á ösp í uppsveitum Suðurlands. Asparglytta og birkikemba halda áfram að breiðast út í landshlutanum. Fjölgun „ryðfrírra“ asparklóna er hafin á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Else Möller, skógfræðingur á Akri í Vopnafirði, gefur góð ráð um ágústverk jólatrjáabóndans. Nú er upplagt velja trén sem seld verða fyrir jólin.
The Wood biomass in the Nordic Bioeconomy (Woodbio) er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í salnum Rima í Hörpu í Reykjavík 4. október. Fjallað verður um hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu.
Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið, Minding the future - Bioeconomy in changing Nordic reality, verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík dagana 5.-6. október. Vinnusmiðja WoodBio-verkefnisins fer fram 4. október í aðdraganda ráðstefnunnar.