Lífhagkerfið við breyttar aðstæður í norðri

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið, Minding the future - Bioeconomy in changing Nordic reality, verður haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík dagana 5.-6. október.

Þetta er lokaráðstefna formennskuáætlunar Íslands Norrænu ráðherranefndinni. Fjallað verður um árangur þeirra verkefna sem unnin hafa verið undir merkjum NordBio. Markmiðið er að efna til upplýsandi umræðna sem veiti innblástur til frekara starfs. Ýmis NordBio-verkefni verða kynnt, rætt um úrlausnarefni og tækifæri sem fram undan eru og sáð fræjum til framtíðar. Daginn áður en ráðstefnan hefst verður sérstök vinnusmiðja WoodBio-verkefnisins haldin í Hörpu og rætt um viðarnytjar og skógrækt í lífhagkerfinu

Fundarstjórar á ráðstefnunni verða þau Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur hjá Environice, og Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður hjá Sjónvarpinu.

Dagskrá

Þriðjudagur 4. október

17.30-19.00     Móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur í boði borgarstjóra


Miðvikudagur 5. október 9.00-16.30

Setning ráðstefnunnar:

 • Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
 • Dagfinn Høybråten, formaður Norrænu ráðherranefndarinnar

Aðalfyrirlesarar:

 • Dr Christine Lang prófessor, stjórnarmaður í þýska lífhagkerfisráðinu og stjórnarformaður ORGANOBALANCE GmbH
  Bioeconomy and the future of biological resources (lífhagkerfið og framtíð líffræðilegra auðlinda)
 • Dr Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
  – Education and innovation for sustainable bioeconomy (menntun og nýsköpun í þágu lífhagkerfisins)
 • Dr Lene Lange prófessor við efna- og lífefnaverkfræðideild danska tækniháskólans DTU
  – How to unlock the full potentials of the biomass (hvernig nýta má möguleika lífmassa til fulls)

12.00-13.00    Hádegisverður

Fjórar gagnvirkar málstofur um ýmis svið lífhagkerfisins

13.00-14.30     Málstofa A – Litið á hörmungar framtíðar – nánar

13.00-14.30     Málstofa B – Litið í eigin barmnánar

15.00-16.30     Málstofa C – Litið til framtíðarmenntunarnánar

15.00-16.30     Málstofa D – Litið á fjárlosun framtíðarnánar

 

19:00     Kvöldverður í Iðnó, Vonarstræti 3 Reykjavík

 

Fimmtudagur 6. október, 9.00-13.00

 • Dr Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum við HÍ
  – The foundation for green and blue growth:Nordic bio-resources (undirstöður græns og blás vaxtar: norrænar lífauðlindir)
 • Dr Bryan Alexander, kennari, framtíðarfræðingur, þulur og rithöfundur
  “From mobile apps to transnational biophilia: reflections on this conference and the future of education”?  (Frá snjallforritum til fjölþjóðlegrar ástar á lífi og tilveru: vangaveltur um ráðstefnuna og um framtíð menntunar)
 • Dr Hörður Kristinsson, formaður Norræna lífhagkerfisráðsins
  – Role and plans of the Nordic Bioeconomy Panel (hlutverk og stefna Norræna lífhagkerfisráðsins)
 • Lífhagkerfisverkefni Danmerkur, Finnlands og Noregs í stjórnartíð landanna hjá Norrænu ráðherranefndinni
  – Stuttar kynningar
 • Raddir nýrrar kynslóðar
  –  Kynnt síðar
 • Samantekt og ráðstefnuslit

Bátsferðir með skútunni Ópal – INNIFALIÐ Í RÁÐSTEFNUGJALDINU!

Fyrirtækið Norðursigling var stofnað 1995 til að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir. Frá upphafi hefur fyritækið unnið ötullega að því að byggja upp hágæða skoðunarferðir á sjó og siglingaævintýri í sem mestri sátt við náttúru og umhverfi. Í eitt af segskipum Norðursiglingar, Ópal, hefur verið settur byltingarkenndur tæknibúnaður, rafkerfi sem knúið getur skipið áfram en einnig nýtt hreyfiorku til að hlaða inn á rafgeyma. Búnaðurinn gerir kleift að stunda siglingar eingöngu með endurnýjanlegri orku og hætta notkun jarðefnaeldsneytis í viðkomandi fleyi. Notast er við segl til að beisla vindorkuna og raforku úr landi sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum. Í skipinu eru fjórar 60 kílóvatta rafhlöður en lífeldsneyti er til taks ef þörf er á varaafli á hefðbundinn eldsneytishreyfil. Þetta kerfi eykur mjög hagkvæmni siglinganna og dregur stórlega úr umhverfisáhrifum skipsins. Einnig er þetta skref Norðursiglingar í góðu samræmi við lífhagkerfisstefnu Evrópusambandsins þar sem markmiðið er að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi með sjálfbærum, náttúrlegum orkugjöfum.

Price: Innifalið í ráðstefnugjaldi
Brottför:
4. okt. Sigling kringum eyjarnar á Sundunum við Reykjavík kl. 16 (1 klst.)
5. okt. Sigling kringum eyjarnar á Sundunum við Reykjavík kl 17 (1 klst.)
6. okt. Hvalaskoðunarferð kl. 16 (3-31/2 klst)

ATHUGIÐ! Ferðirnar verður að bóka fyrir fram!
Sendið bókanir á netfangið helga@cpreykjavik.is