Stæða af rauðgrenibolum úr þýskum skógi.
Stæða af rauðgrenibolum úr þýskum skógi.

Ráðstefna í Hörpu 4. október

The Wood biomass in the Nordic Bioeconomy (Woodbio) er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í salnum Rima í Hörpu í Reykjavík 4. október. Fjallað verður um hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu.

Lífmassi er í grunninn lífrænt efni sem gengur af í líffræðilegum ferlum og gefur meðal annars möguleikann á vinnslu endurnýjanlegrar orku. Þegar rætt er um lífmassa er yfirleitt átt við afurðir eða aukaafurðir úr skógrækt og landbúnaði. Lífmassi er meðal þeirra orkugjafa sem munu koma í stað jarðefnaeldsneytis til að draga úr aukningu gróðurhúsaáhrifa.

Verkefnið WoodBio fjallar um viðarlífmassann sem fellur til við almenna umhirðu og grisjun skóga, við timburvinnslu og frá skógum sem ræktaðir eru sérstaklega til framleiðslu á lífmassa. Þátttakendur verða frá Norðurlöndunum fimm, frá háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum. Verkefninu stýrir Rannsóknastöð Skógræktar á Mógilsá og verkefnastjóri er Ólafur Eggertsson.

Woodbio-verkefnið er eitt af fjórum undirverkefnum Norræna lífhagskerfisins (NordBio) sem var forgangsverkefni í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014. NordBio-verkefnið stendur yfir í þrjú ár (2014-2016) og er unnið í samstarfi fimm norrænna ráðherranefnda. Dagana 5. og 6 október fer fram í Hörpu lokaráðstefna formenskuáætlunarinnar. Nánari upplýsingar um þá ráðstefnu er að finna á vefnum www.nordbio.org.

Dagskrá Woodbio-ráðstefnunnar


Fyrirlestrar 4. október kl. 9.00-16.00 (nánari dagskrá auglýst síðar):

 • Effects of seasonal cutting on moisture content of poplar timber and biomass
  Palle Madsen, Danmörku
 • Lignocellulosic biomass from downy birch SRF: management, harvesting & economy
  Jyrki Hytönen, Finnlandi
 • The history of Black Cottonwood in Iceland
  Halldór Sverrisson, Íslandi
 • Vegetative regeneration of black cottonwood (Populus trichocarpa) by harvesting date
  Þorbergur Hjalti Jónsson, Íslandi
 • The potential of climate adapted poplars in the Nordic Region
  Almir Karacic, Svíþjóð
 • Prospects for demand for and supply of liquid wood-based biofuels and their impacts on the wood markets in Europe with particular focus on Nordic Countries
  Maarit Kallio, Finnlandi
 • Utilization of woody biomass in the Nordic countries
  Judit Sandquist, Noregi
 • The pellet market in the Nordic countries
  Hrefna Jóhannesdóttir, Íslandi
 • Poplars and Other Fast-Growing Trees - Renewable Resources for Future Green Economies
  Georg von Wühlisch, Þýskalandi

Ráðstefnan fer fram á ensku. Hádegisverður er í boði fyrir ráðstefnugesti.

Skráning: Sendið skráningu á Ólaf Eggertsson (olie@skogur.is)

Mynd: Pétur Halldórsson