Sól og blíða og 20 stiga hiti var í Kristnesskógi í Eyjafirði í gær þegar þar var formlega vígður nýr stígur sérstaklega  hannaður með þarfir fatlaðra í huga. Við athöfnina var vitnað í Hippókrates lækni sem lýsti þvi fyrir 2.400 árum að skógur og falleg náttúra bætti gróanda hjá fólki og hefði jákvæð heilsufarsáhrif.
Molta úr jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit lofar góðu við trjáplönturækt hjá Sólskógum í Eyjafirði. Birkiplöntur sem settar voru í moltublandaða mold sýna t.d. minni merki um birkiryð en jafngamlar plöntur í hefðbundinni mold.
Framkvæmdum er nú að mestu lokið við lagningu 330 metra malbikaðs skógarstígs í Kristnesskógi í Eyjafirði. Stígurinn verður formlega opnaður þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15. Fulltrúar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Sjúkrahússins á Akureyri og Skógræktarinnar flytja ávörp við opnunina.
Árleg ráðstefna NordGen Forest fer fram í Växjö í Svíþjóð 21.-22. september. Í þetta sinn verður fjallað um endurnýjun blandaðra skóga og kosti þeirra fyrir efnahag, líffjölbreytni og aðlögun að loftslagsbreytingum. Meðal umræðuefna verður skógræktarskipulag, skógarumhirða og -nytjar, vistfræði, skemmdir, skaðvaldar og markaðstækifæri fyrir viðarafurðir.
Enn er landbúnaður helsta orsök skógareyðingar í heiminum og því er bráðnauðsynlegt að tala fyrir auknu samspili landbúnaðar og skógræktar til að byggja megi upp sjálfbær landbúnaðarkerfi og efla fæðuöryggi. Þetta eru meginskilaboðin í árlegri skýrslu FAO, matvæla- og landbúnaðartofnunar Sameinuðu þjóðanna, um ástand skóga heimsins, The State of the World's Forests (SOFO). Skýrslan var kynnt í dag við upphaf 23. fundar COFO, skógarnefndar Sameinuðu þjóðanna.