Þemadagur Nordgen verður haldinn í starfstöð Skógræktarinnar á Mógilsá undir Esjuhlíðum 13. apríl 2023. Á dagskránni er fræðsla um skógarplöntuframleiðslu og er öllum heimil þátttaka endurgjaldslaust, á staðnum eða í fjarfundi. Meðal fyrirlesara verður Bjørn Borgan (t.h.), framkvæmdastjóri Alstahaug-trjáplöntustöðvarinnar, í Norður-Noregi. Skráningu lýkur 11. apríl.
Ísafjörður er vettvangur hinnar árlegu Fagráðstefnu skógræktar að þessu sinni. Ráðstefnan fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og hefst með ávarpi fulltrúa ráðuneytisins og skógræktarstjóra klukkan níu í fyrramálið, 29. mars. Streymt verður frá ráðstefnunni.
Á alþjóðlegum degi skóga 21. mars verður kynnt ný skýrsla GFEP, alþjóðlegs sérfræðingasamstarfs á sviði skóga, með niðurstöðum um mikilvægi skóga og trjáa fyrir heilsu okkar mannanna. Kynningin er öllum opin í fjarfundi en skráningar er þörf.
Námskeið um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum verður haldið í Hveragerði 1. apríl í samstarfi Brunavarna Árnessýslu, Garðyrkjuskólans FSU, Skógræktarinnar og Verkís. Námskeiðið, sem er öllum opið, hentar sérstaklega bændum, skógareigendum, sumarhúsaeigendum og öðrum sem eiga land sem eldur getur brunnið á og ógnað verðmætum. Skráning er til 28. mars.
Vorviður auglýsir eftir umsóknum um styrki til kolefnisbindingar með skógrækt á vegum félaga og félagasamtaka. Verkefnið Vorviður er hluti aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Umsóknarfrestur um styrki fyrir árið 2023 er til 15. apríl.