„Heilbrigða skóga fyrir heilbrigt fólk“ er yfirskrift alþjóðlegs dags skóga að þessu sinni. Dagurinn er 21. mars ár hvert og myndbandið sem skógasvið FAO gefur út í tilefni dagsins kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku.
Áttundi mars er alþjóðlegur dagur kvenna. Í tilefni af því er ekki úr vegi að kíkja á leiðbeiningarrit um jöfnun kynjahlutfalla í lífhagkerfinu sem SNS, samnorræn samtök um skógrannsóknir, og NKJ, samnorræn samtök rannsókna í landbúnaði, hafa sett saman.
Skógræktin og Skipulagsstofnun hafa gefið út endurskoðaða útgáfu bæklingsins Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Bæklingurinn er nú í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum og stefnu stjórnvalda í skógræktarmálum.