Réttur almennings til aðgangs að upplýsingum, þátttöku í ákvarðanatöku og réttlátrar málsmeðferðar verður til umfjöllunar á málþingi sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir 5. apríl í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann lýsir því hvernig hann vill að ráðuneyti landsins fari fram með góðu fordæmi og vinni að kolefnishlutleysi sínu. Það verði bæði gert með því að draga úr losun og binda kolefni, svo sem með landgræðslu og skógrækt.
Natural Resources Canada and the United Nations Economic Commission for Europe announced today that the next meeting of UNECE Committee on Forests and the Forest industry (COFFI) will take place from 5 to 9 November 2018 in Vancouver, Canada....
Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbótar efnir til málstofu 7. apríl þar sem spurt verður um gagnsemi skóga. Málstofan er haldin í tilefni af alþjóðlegum degi skóga.
Kennarar og nemendur í smíðadeild Tækniskólans komu saman í Öskjuhlíð í Reykjavík á góðum degi nú í marsmánuði til að sjá hvar og hvernig viður verður til og hvaða áhrif  aðstæður hafa á gæði viðarins. Nemendurnir lærðu að kljúfa bolvið, kvista upp tré og fleira.